145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:41]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um gríðarlega stórt og mikilvægt mál til hagsbóta fyrir bæði aldraða og öryrkja. Hér er um að ræða 5,3 milljarða kr. aukningu inn í almannatryggingakerfið í kerfisbreytingar varðandi málefnum aldraðra þar sem m.a. króna á móti krónu skerðingu er hætt og bótaflokkar sameinaðir. 4,5 milljarðar fara í frítekjumörk á allar tekjur til aldraðra og öryrkja og 1 milljarður er settur í hækkanir bæði handa öldruðum og öryrkjum. Hins vegar er mjög mikilvægt að klára þær kerfisbreytingar sem unnið er að núna í velferðarráðuneytinu og klára umræður sem eru á milli öryrkja og velferðarráðuneytisins. Nauðsynlegt er að það verði sem fyrst. En ég ítreka að hér er verið að koma á móts við kröfur þess að eitthvað sé gert fyrir þá sem eru lægst settir í kerfinu, og það er ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins svo sannarlega að gera.