145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:47]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég verð bara að koma hér upp því að hv. þingmenn úr stjórnarmeirihlutanum eru svo harðorðir og gífuryrtir. Þá er rétt að minna á [Hlátur í þingsal.] að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa einu sinni, tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum, fimm sinnum fellt tillögur minni hlutans [Hlátur í þingsal.] um hækkun á greiðslum til lífeyrisþega til að auka jöfnuð í landinu. Þessi stjórnarmeirihluti hefur tekið margar pólitískar ákvarðanir um að auka ójöfnuð á Íslandi. Minni hlutinn á Alþingi ætlar ekki að taka þátt í því (Gripið fram í: Að bæta það.) enda hafa tillögur okkar allar gengið í aðra átt. (Gripið fram í.) Við höfum efni á því að tryggja jöfnuð á Íslandi þó að stjórnarmeirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi litið til efnameiri hópa í aðgerðum sínum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)