145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:55]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vona að menn endurskoði hug sinn og styðji þessar miklu kjarabætur í þágu aldraðra, líka öryrkja. Ég vona einnig að við getum verið sammála um að taka höndum saman við að ljúka heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu á nýju kjörtímabili, ólíkt því sem gerðist í almannatrygginganefndinni. Ég vil minna hv. þingmenn á að í almannatrygginganefndinni voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem áttu þar sæti sammála því frumvarpi sem ég lagði fram. Hér erum við að gera enn betur. Ég á mjög erfitt með að skilja að menn geti ekki stutt tillögur núna sem þeir studdu áður þegar er búið að bæta við enn meiri pening í þágu lífeyrisþega. Ég vona innilega að menn endurskoði afstöðu sína.