145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:56]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hvers vegna skyldum við vera að gagnrýna það hversu stór hluti umræddrar hækkunar felst í heimilisuppbótinni og framfærsluuppbótinni? Það er vegna þess að þessir liðir taka skerðingum. Þessir liðir taka skerðingum krónu á móti krónu, (Gripið fram í: Ekki eldri borgarar.) þannig að þegar hlutfallslega er verið að auka þennan þátt er verið að gefa með annarri hendinni og taka með hinni. Eins og hér hefur verið lýst er það aðferðafræðin sem er okkur ekki hugnanleg, vegna þess að stjórnarandstaðan hefur lagt áherslu á það í þessu máli frá upphafi að reyna að beita almannatryggingakerfi okkar til jöfnunar lífskjara hjá þeim sem þurfa á því kerfi að halda. Um það snýst þetta mál. Aðferðafræðin sem valin hefur verið er ekki í þágu þess, þess vegna getum við ekki greitt atkvæði með málinu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)