145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:57]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan styð ég þessa breytingartillögu en kannski ekki endilega framtíðarsýnina um 70 ára lífeyristökualdur. Mig langar einnig að segja að ef þetta mál hefði verið unnið í meira samráði frá byrjun væri kannski miklu meiri sátt inni í þessum sal með þetta … [Háreysti í þingsal.] (Gripið fram í.) — Já, en (Forseti hringir.) breytingartillaga minni hlutans var felld í gær. Þið eru að gera nákvæmlega sömu breytingu núna og við vildum fá í gær og þið fellið það bara af því að við erum í minni hlutanum, (Gripið fram í.) svo breytið þið þessu seinna.