145. löggjafarþing — 172. fundur,  13. okt. 2016.

kveðjuorð.

[12:35]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég var reyndar búinn að þakka fyrir mig hér í gær, hélt að það yrði mín síðasta ræða, en kem aðallega upp núna til að vekja athygli á máli sem við samþykktum áðan um endurgreiðslu virðisauka til íþróttamála þar sem 1. flutningsmaður er Willum Þór Þórsson. Ég hélt að sá hv. þingmaður kæmi upp og vekti athygli á því máli en það segir kannski mest um hugarfar hans og lítillæti að hann var ekkert að slá sig til riddara út af því mikilvæga máli.

Því máli var vísað til ríkisstjórnarinnar og ég vil ítreka hversu mikil samstaða var um það hérna að vísa því til ríkisstjórnarinnar. Ég treysti því að ríkisstjórnin taki það til athugunar og fari eftir því.

Að öðru leyti þakka ég ykkur öllum, starfsfólki og þeim sem kusu mig ekki síst og treystu mér fyrir þingsetu á þessu kjörtímabili, kærlega fyrir traustið.