146. löggjafarþing — 3. fundur,  8. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[11:03]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það hafi verið mikilvægt sem fram kom í máli hæstv. ráðherra því að ég verð að lýsa því yfir að ég hef miklar efasemdir um að fjárlagafrumvarpið og þetta frumvarp styðji við þær skuldbindingar sem við Íslendingar höfum undirgengist á sviði umhverfismála. Ég fagna því þess vegna sérstaklega að ráðherra sé að reyna að nálgast málið heildstætt og á öðrum sviðum. Hann bendir m.a. á orkuskipti í bifreiðum. Og þó að við höfum ekki enn þá ríkisstjórn hér verðum við að hafa það hugfast að í fjárlagafrumvarpinu endurspeglast ákveðin stefna í tilteknum málaflokkum, m.a. í umhverfismálum. Ég tel því mikilvægt og fagna um leið þeirri yfirlýsingu hæstv. ráðherra að verið sé að skoða þetta betur með heildstæðari sjónarmið í huga innan ráðuneytisins.