146. löggjafarþing — 5. fundur,  15. des. 2016.

umræða um fjáraukalög.

[10:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir þá gagnrýni sem hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir setti fram áðan. Það er klárlega aðstöðumunur á milli þeirra sem eru ekki í þingflokki Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Við sáum ekki þetta frumvarp fyrr en því var dreift milli kl. níu og tíu í gærkvöldi. Ég var ein af þeim sem fengu símtal milli kl. fjögur og fimm í gær og ég var beðin um viðbrögð við því sem hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson hafði sagt um fjáraukalagafrumvarpið, sem var ekki búið að dreifa. Það var óþægilegt. Þetta er knappur tími. Við förum í umræður á eftir, algjörlega óundirbúin, en neyðumst til að taka þann slag fyrst að dagskránni er stillt upp með þessum hætti.