146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[13:46]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Þórhildur Sunna Ævarsdóttir) (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka framsögumanni meiri hluta fyrir framsöguna. Við Píratar lögðum fram minnihlutaálit við þetta frumvarp þar sem við höfðum ýmislegt við það að athuga. Sérstaklega þótti okkur ekki nógu langt gengið í því að tryggja gagnsæi hvað varðaði störf kjararáðs. Því vildi ég spyrja hv. þm. Björt Ólafsdóttur að hvaða leyti hún telji að þetta frumvarp bæti vinnubrögð kjararáðs varðandi gagnsæi og aðgengi almennings að upplýsingum um hvernig kjararáð starfar og hvernig það kemst að niðurstöðum sínum.

Eins vil ég spyrja: Hvaða rök lágu fyrir því að fella úr gildi ákvæði núgildandi laga um að laun þeirra sem kjararáð ákveður laun hjá skuli ekki vera hærri en laun forsætisráðherra?