146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[13:49]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Þórhildur Sunna Ævarsdóttir) (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Rétt er það, við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að birta opinberlega hagsmunaskráningu sína. Ég væri til í að fá svar frá framsögumanni um hvers vegna meiri hluti hv. nefndar lagðist gegn þeirri breytingartillögu Pírata að hagsmunaskráning meðlima kjararáðs skuli liggja fyrir opinberlega.