146. löggjafarþing — 7. fundur, 20. des. 2016.
kjararáð.
7. mál
Þingmenn geta kannski ekki lagst gegn breytingartillögu sem ekki er enn komin fram. Þetta var vissulega rætt í nefndinni en ekki náðist samstaða um það. Ég get ekki svarað fyrir aðra þingmenn þar en mér finnst hagsmunaskráning í öllum opinberum störfum vissulega vera til bóta. Gagnsæi að því leyti skiptir máli. Ég væri til í að sjá hvernig það er nákvæmlega útfært í tillögum Pírata svo að ég geti tekið afstöðu um það.