146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:15]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar að biðja um að þeir aðilar sem flytja þetta mál — af því að það virðist ekki hafa verið nógu vel að því staðið og í nefndinni ekki nógu mikil samstaða um breytingar sem eru nú til umræðu — eða hæstv. fjármálaráðherra komi og sé við 2. umr., sem er meginumræðan um þetta mál. Hann er kannski ekki meðvitaður um þetta en þá væri gott að vita það. Það væri líka gott að fá að spyrja hann hvort hann sjái ekki kosti í þessum breytingum. Hann talaði sjálfur um það, þegar kjararáð hækkaði laun þingmanna upp úr öllu valdi á kjördag, aðspurður: Ja, ég var nú búinn að leggja fram frumvarp um að það þyrfti að laga kjararáð. En þetta frumvarp sem hann leggur fram aftur girðir ekki nógu vel fyrir, samkvæmt þeim aðilum sem við höfum talað um á vinnumarkaði, að kjararáð geti aftur tekið svona ákvörðun. Við þurfum að geta átt orðastað við ráðherra um þessi atriði og önnur, frekara gagnsæi o.fl. Ég bið forseta að óska eftir því að hæstv. fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson komi og hlusti á og taki þátt í umræðu um mál hans.