146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:17]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill upplýsa að frumvarpið sem við ræðum nú er þingmannafrumvarp, flutt af formönnum sex stjórnmálaflokka. Einn hv. þingmaður sem frumvarpið flytur er vissulega jafnframt hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson, en hann stendur að frumvarpinu sem þingmannafrumvarpi ásamt með formönnum annarra flokka. Eftir sem áður er sjálfsagt mál að koma þeim upplýsingum á framfæri við hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra að nærveru hans hafi verið óskað í þingsal en staða frumvarpsins sem um ræðir er sú sem forseti hefur rakið.