146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi bregðast við þessu hjá hæstv. ráðherra. Mér finnst sjálfsagt að skoða þetta vel. Það er eins og einhver lapsus hafi verið um þetta í gögnum frá ráðuneytunum. Í vinnunni hjá nefndinni tókum við inn úrskurðarnefndirnar af því að þær eru ekki lægra sett stjórnvald. Því finnst okkur rétt að þær heyri beint undir kjararáð en ekki undir ráðuneytið. Sama á við um það sem hæstv. ráðherra nefnir. Þess vegna legg ég til að við tökum málið inn á milli 2. og 3. umr. og bætum úr þessu.