146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:20]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir þetta svar og er mjög ánægð að heyra að nefndin hafi í hyggju að taka þetta til skoðunar. Við höfum verið að bregðast við ábendingum sem hafa komið frá GRECO. Hér er talað t.d. um hagsmunaskráningu. Við höfum rætt það sem snýr almennt að hagsmunaskráningu dómara og þingmanna og hvað við getum gert betur. Ég held því að það sé mjög brýnt að kjararáð og þeir sem það úrskurðar um taki mið af þessum ábendingum.