146. löggjafarþing — 8. fundur,  20. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[16:58]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er býsna áhugaverð hugmynd hjá hv. þm. Smára McCarthy. Ég hef heyrt hana en ekki velt því nákvæmlega fyrir mér hvort hægt væri að útfæra hana. Þó er rétt að taka fram að hún væri í rauninni í andstöðu við samkomulagið sem var gert milli þessara aðila þar sem kveðið er á um eingreiðslu inn í sjóðinn. Það þyrfti væntanlega að taka upp símann og hlera hvernig hljóðið væri í aðilunum hinum megin. Ef þetta er fær leið er sjálfsagt að skoða hana. En eins og ég segi þá víkur hún í raun frá samkomulaginu.