146. löggjafarþing — 8. fundur,  20. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[16:59]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og viðskn. (Smári McCarthy) (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Loga Einarssyni fyrir þetta svar. Þá spyr ég til viðbótar hvort ekki sé ástæða til að kanna þann möguleika í ljósi þess að hann gæti skapað grundvöll fyrir því að við færum nánar í þetta mál yfir lengri tíma og værum ekki að skapa okkur einhvers konar óþægindi með tímaramma sem virðist vera mestmegnis heimagerður.