146. löggjafarþing — 8. fundur,  20. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[17:00]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef alltaf verið talsmaður þess að menn gefi sér þann tíma sem þeir hafa og skoði alla möguleika sem bjóðast og allar frumlegar hugmyndir sem koma upp. Það er bara þannig að okkur meðaljónunum detta oft ekki endilega snjallir hlutir í hug heldur fyrst og fremst það augljósa, en þegar fram koma athyglisverðar hugmyndir er sjálfsagt að skoða þær. Við höfum auðvitað nokkra daga. Við höfum fjóra virka daga milli jóla og nýárs, þannig að mín vegna mætti skoða það.