146. löggjafarþing — 8. fundur,  20. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[17:03]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég tel að ég sé að reyna að gæta hagsmuna sjóðfélaga enda eru gerðar athugasemdir við þetta í umsögnum fleiri en eins aðila. Eins og ég nefndi áðan er þetta kannski meira í takt við viðaukann við samkomulagið eins og það birtist. Það má hins vegar vel vera að ég hafi gert einhver mistök þarna. Ég þarf að skoða það. En ég tel að ef sjóðurinn verður fyrir svona miklu áfalli á einu ári eins og þarna kveður á um sé full þörf á því að grípa til aðgerða.