146. löggjafarþing — 8. fundur,  20. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[17:07]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hlýtur engu að síður að hafa verið frumforsenda allra sem skrifuðu undir samkomulagið að ekki yrði gengið á áunnin réttindi, ekki satt? Hvað tímalengdina varðar skal ég ekki segja. Eins og ég skil samkomulagið og hef lesið það í gegn eru það ekki áhyggjur sem eru viðraðar þar. Ég held að við ættum að hlusta á aðila samkomulagsins. Þeir hafa kvartað yfir því að í öllum viðræðum og í samkomulaginu sé talað um sjóðfélaga, en í frumvarpinu sem kom fram í haust er allt í einu farið að tala um virka greiðendur. Nú er búið að setja inn aldursmörk. Mig langar að spyrja hv. þingmann aftur hvort ég skildi hann rétt af því að hv. þingmaður sagði í máli sínu … (Forseti hringir.) Er klukkan biluð?

Telur hv. þingmaður að þessi samtök hafi rangt fyrir sér þegar þau segja að þetta sé ekki í samræmi við samkomulagið?

(Forseti (BÁ): Forseti vekur athygli á því að þar sem þrír hv. þingmenn veittu andsvör við ræðu hv. 9. þm. Norðaust. varð að stytta ræðutíma í síðara andsvari og síðara svari.)