146. löggjafarþing — 9. fundur,  21. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[15:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er orðið svolítið síðan ég hóf afskipti af stjórnmálum. Þegar ég byrjaði í þeim töluðu menn um að þeir vildu sjá það gerast sem gerist núna ef við samþykkjum þetta mál. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa komið að málinu, sérstaklega hæstv. fjármálaráðherra og öllum þeim aðilum sem hafa farið í þetta erfiða verk. Við eigum bara þennan eina möguleika núna af ástæðum sem allir þekkja. Ég efast ekki um að allir hv. þingmenn sem að þessu máli hafa komið hafi unnið ötullega og samviskusamlega að því.

Það sem eftir stendur er ýmislegt en það tengist ekki beinlínis þessu máli. Við erum að stíga mjög stórt skref og komandi kynslóðir munu þakka þeim sem að þessu stóðu fyrir að klára þetta verk.