146. löggjafarþing — 9. fundur,  21. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[15:24]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er lagt til bráðabirgðaákvæði sem er ætlað að koma til móts við athugasemdir sem komu fram við frumvarpið um að lífeyristökualdur tiltekinna stétta ætti hugsanlega að vera lægri en annarra stétta út frá álagi í starfi. Til að koma til móts við þessi sjónarmið er lagt til að skipaður verði starfshópur með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis og stéttarfélaga á almennum og opinberum vinnumarkaði sem greini með heildstæðum hætti þörf á því að lækka lífeyristökualdur fyrir tilteknar stéttir.