146. löggjafarþing — 9. fundur,  21. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[15:25]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um breytingartillögu 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar, frá Vinstri grænum, Katrínu Jakobsdóttur. Við í Framsóknarflokknum greiðum atkvæði með þessu bráðabirgðaákvæði sem snýr að því að ráðherra skuli við gildistöku laga þessara skipa starfshóp með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis og stéttarfélaga á almennum og opinberum vinnumarkaði sem greini með heildstæðum hætti þörf á því að lækka lífeyristökualdur fyrir tilteknar stéttir.

Við segjum já.