146. löggjafarþing — 9. fundur,  21. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[15:26]
Horfa

Benedikt Jóhannesson (V):

Virðulegi forseti. Þingflokkur Viðreisnar styður það sjónarmið sem hér kemur fram, að það geti vel komið til greina að ákveðnar stéttir hafi annan eftirlaunaaldur en almennt gengur og gerist. Hins vegar telur þingflokkurinn að óeðlilegt sé að löggjafinn sé með þessum hætti að blanda sér inn í mál á vinnumarkaðnum, auk þess sem þingflokkurinn telur að tillagan sem hér er komin fram sé gölluð vegna þess að gert er ráð fyrir aðkomu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði en til dæmis ekki Samtaka atvinnulífsins sem við teldum að myndi þá styrkja málið. Þessi tillaga kom reyndar ekki fram í nefndinni og hefði verið hægt að ræða hana þar. En við munum ekki greiða atkvæði og ég greiði ekki atkvæði.