146. löggjafarþing — 10. fundur,  21. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[23:14]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Greinargerð sem kemur frá ráðuneyti hefur ekki sama gildi og lagaákvæði. Við erum að ræða um ný lagaákvæði sem við erum að setja á Alþingi sem eru sterkari en fyrir voru. Það trompar nú eiginlega hitt, finnst mér, og er almennt talið. En ég heyri að þetta skiptir hv. þingmann miklu máli. Einmitt þess vegna fannst okkur mikilvægt að mæta því sjónarmiði í því nefndaráliti sem meiri hlutinn kom með í 3. umr. þar sem við tökum fram í nefndaráliti, sem er lögskýringargagn, að við höfum sérstaklega rætt um 4. gr. og áréttum mikilvægi hennar. Það er því algerlega búið að vopna sig með öllum tiltækum ráðum. Við berum hér belti og axlabönd hvað þetta varðar og getum ekkert haft þetta skýrara, svo það komi fram. En um þetta erum við hv. þingmaður kannski ósammála, en ég segi og stend fast á því að lagaákvæði sem við setjum hér í þingsal trompa greinargerð frá ráðuneyti. Absalútt.