146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vek athygli á því að ástæðan fyrir því að við vinnum þessa vinnu á þann hátt sem við Píratar teljum algjörlega óboðlegan — um er að ræða algjörlega óupplýsta vinnu um ofboðslega stóra þætti samfélags okkar — er að starfsstjórnin hélt þinginu í greipum sínum allt of lengi, langt umfram það sem samið var um þegar þáverandi ríkisstjórn ákvað að boða til kosninga. Ég vil því setja alla ábyrgð á því hvernig staðan er hér alfarið á starfsstjórnina þar sem við getum ekki fengið til okkar gesti, getum ekki farið ítarlega yfir málin þannig að við getum brugðist við miklum og djúpstæðum vanda í samfélaginu.