146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:43]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er rétt að ágætissátt náðist í fjárlaganefnd um hvernig ætti að vinna áfram með fjárlagafrumvarpið. Engu að síður teljum við fulla ástæðu til að taka til skoðunar þær ágætu breytingar sem höfðu verið lagðar til og skoða kosti og ókosti þeirra, vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþykkja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli, en ekki bara ganga alltaf í einhverjum já-leikjum og nei-leikjum eftir einhverjum fyrirframákveðnum skilgreindum hópum og reglum.

Við eigum að vinna þetta miklu betur. Vinnubrögðin hafa verið forkastanleg hérna síðustu daga og vikur. Ekki hefur gefist ráðrúm til að gera hlutina almennilega, mér finnst það ömurlegt og ég vona að við getum gert hlutina töluvert betur eftir jól.