146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:44]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að hér væri fullt tillögufrelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum. Það tillögufrelsi hef ég nýtt mér enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og væntanlega erum við öll hér þess vegna. Það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær í þingsal. Ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð, herra forseti.