146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:47]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegur forseti. Afstaða mín og afstaða okkar Framsóknarmanna er sú að mikilvægt sé að fara í heildarendurskoðun á bæði tekjuskattskerfinu og þeim stuðningi sem við veitum fjölskyldum þessa lands. Líka hafa ítrekað komið fram ábendingar, m.a. við endurskoðun almannatrygginga, um mikilvægi þess að fara í heildarendurskoðun á stuðningi gagnvart barnafjölskyldum þannig að við skoðuðum hvernig barnalífeyrinum er háttað í gegnum Tryggingastofnun og líka þá barnabæturnar sjálfar. Ég hvet þingheim til að fara í þá vinnu.