146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:48]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Eins og Lilja Rafney Magnúsdóttir benti á er verið að tala um að hækka barnabætur um 38% — (LRM: 35%.) 35%. Í samhengi hlutanna fengu þingmenn launahækkun á kjördag upp á 47%, eitthvað svoleiðis. Þingheimur veigrar sér við að lækka þau laun, sem hægt er að gera með kjörum ákveðnum í forsætisnefnd, þannig að við séum ekki umfram almenna launaþróun í landinu, en við ætlum ekki að leyfa barnabótum að hækka með tilliti til verðlagsþróunar. Við skulum bara halda til haga hver forgangsröðunin er hérna.