146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:57]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Þessi tillaga kemur upp úr þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem voru hér í gangi fyrir nokkrum vikum milli fimm flokka þar sem gengið var út frá því að reyna að afla tekna til að styrkja betur heilbrigðiskerfið. Þessi tiltekna breyting snýr að því að fresta niðurfellingu á milliskattþrepi og önnur sambærileg tillaga gengur út á að fresta lækkun á almennu skattþrepi, hvort tveggja til eins árs. Þetta er fyrst og fremst lagt fram til þess að sjá í raun hversu mikill áhugi var fyrir því að fara þessa leið. Ég held að þetta sé gott veganesti fyrir næstu ríkisstjórn, hver svo sem hún verður, til að fara að bæta heilbrigðiskerfið, enda eru þetta sirka 3,8 milljarðar.