146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[11:12]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég er eiginlega hér til að tala um atkvæðagreiðsluna. Mér leiðist það og ég frábið mér að aðrir þingmenn útskýri hvernig og hverju ég greiði atkvæði. Það er nú bara þannig. Við gerðum með okkur samkomulag í fjárlaganefnd og ég er ekki með það klofinn persónuleika að ég geti svo gert eitthvað allt annað hér. Það er ástæðan fyrir því að ég er á móti á þessu, af því að þetta kemur svona fram. Mér finnst þetta algerlega óboðlegt. Þetta er leikrit sem ég nenni ekki að standa í. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)