146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[11:37]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég held að við getum öll verið sammála því að lagaramminn um kjararáð var ófullnægjandi. Við sáum það best síðasta kjördag þegar þessi rosalega hækkun kom sem jók vantraust á störf, ekki aðeins þingmanna heldur líka annarra þeirra sem heyra undir kjararáð. Nú er búið að laga til í þessum lagabálki og það er orðið skýrt að kjararáð má ekki fara fram úr almennri launaþróun í landinu. Það á að taka mið af henni, vinnan öll á að vera gagnsæ og byggð á tölulegum upplýsingum en ekki einhverri hentistefnu. Það er mjög til bóta og ég er glöð að við skulum hafa afgreitt það í dag.