146. löggjafarþing — 12. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[18:03]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætlaði alls ekki í máli mínu að gera lítið úr öðrum góðum heilbrigðisstofnunum á Suðurlandi eða annars staðar á landinu. En það sem ég kom kannski fyrst og fremst inn á í ræðu minni var að 2,2 milljarða virtist vanta í Landspítalann til að hann gæti staðið á núlli. En það er rétt, það þarf töluvert meiri peninga í heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Suðurlandi. Er það því afskaplega mikið gleðiefni að í samkomulaginu sem náðist í fjárlaganefnd er úthlutað meiri peningum til HSU, sem er afskaplega góð stofnun og gengur vel með hana. Það er kannski ekki markmiðið að vera að fara út í miklar eyrnamerkingar, en við verðum alltaf að tryggja að stofnanir fái nógu mikla peninga til sín hverju sinni til að geta sinnt þeirri þjónustu sem þörf er á.