146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[20:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég þakka þetta stutta, snarpa og árangursríka samstarf. Starfsmenn þingsins voru hérna til kl. 6 í morgun að græja öll skjöl og redda öllu og þau voru komin hingað samt strax kl. 9 aftur til að hjálpa okkur við nefndarálit og hvaðeina. Ég kann þeim miklar þakkir á fyrstu metrum mínum og fyrsta fjárlagafrumvarpi sem ég tek þátt í að vinna. Ég þakka ykkur í nefndinni aftur kærlega fyrir samstarfið. Þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt, og mjög gaman að sjá svona mismunandi fólk geta unnið vel saman þegar aðstæður eru eins og þær eru. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs.