146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[20:17]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar til að segja nokkur orð um starfið í hv. fjárlaganefnd. Það var hálfgerð nýsköpun í upphafi að komast að því hvernig ætti að leysa þetta verkefni. Þar sem ég kem úr mínu baklandi í Kópavogi fannst mér mjög eðlilegt að leggja upp með að ein niðurstaða kæmi úr öllum flokkum. Það er markmið sem við settum okkur og það náðist. Ég er verulega sátt og stolt af því að það skyldi nást sem er kannski bara eðlileg niðurstaða í ljósi ástandsins, má eiginlega segja. Að sama skapi langar mig líka til að þakka fyrir vel unnin störf af hálfu hv. formanns nefndarinnar. Hann vann þetta vel og örugglega og það skapaðist gott traust og gott samstarf í þessari nefnd og er ég verulega sátt með það.