146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[21:23]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er um grundvallarkerfisbreytingu að ræða sem byggir á samkomulagi sem er túlkað með mjög ólíkum hætti. Það er mjög slæmt að gera slíkar breytingar með þeim hraða sem við höfum starfað á í þinginu. Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar. Þótt sjálfsagt sé rétt að aldrei verði allir sáttir við slíkar breytingar tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessara breytinga en þar eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum.