146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[21:28]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Jólin nálgast og þá tíðkast að gefa gjafir. Útgerðarmenn landsins gáfu okkur þingmönnum síld í fötu. Jólagjöfin sem stór hluti launþega fær frá Alþingi þessi jólin felst í afnámi áunninna réttinda. Umrætt frumvarp hefur í almennu tali á göngum Alþingis verið kallað um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Það er réttnefni. Sú jöfnun fer þannig fram að launþegar opinbera geirans missa það forskot sem þeir hafa haft í lífeyrismálum. Launþegar almenna markaðarins munu líklega halda því forskoti í launagreiðslum sem þeir hafa haft lengst af. Þar stendur hnífurinn í kúnni, hér er á ferð eignaupptaka.

Orð þeirra sem hæst hafa talað um stjórnarskrárvarinn einkaeignarrétt við ýmis tækifæri reynast nú lítils virði og ég hlýt að segja nei.