146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[21:29]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá mörgum hv. þingmönnum sem hafa komið í pontu á undan mér og sagt að málið sé vanreifað. Hæstv. fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hefur í tvígang komið hingað inn í sal með frumvarp sem samningsaðilar hans við samkomulag sem undirritað var í haust telja að sé ekki í samræmi við samkomulagið. Það eru svo mikil áhöld um að þetta samkomulag standist jafnvel stjórnarskrá, að það sé verið að afnema afturvirkt ábyrgð á lífeyrisréttindum, þetta fjallar um lífeyrisréttindi sem er óvissa um hvort séu hluti af launakjörum og eigi þar með ekki heima í þessum þingsal. Það eru svo mörg áhöld um þetta mál en eitt er víst og það er að samningsaðilar eru ósáttir. Verði þetta frumvarp að lögum sem mig rennir í grun að verði er Alþingi að lögþvinga breytingar á lífeyrisréttindum í ósátt við þá sem breytingin nær yfir. (Forseti hringir.)

Ég segi nei við þessu frumvarpi.