146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

13. mál
[21:32]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég lýsi yfir ánægju minni með að við ætlum að framlengja samning um notendastýrða persónulega aðstoð og að við ætlum að fara að vinna í því að lögfesta þetta fyrirkomulag á komandi ári. Ég árétta hins vegar að þetta er alls ekki nóg til þess að við lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem við skrifuðum undir 2007, fullgiltum ekki fyrr en á þessu ári og eigum enn mjög langt í land með að gera að lögum hér á landi.

Ég vona að þetta verði skref í rétta átt. Ég segi já.