146. löggjafarþing — 15. fundur,  24. jan. 2017.

undirritun drengskaparheits.

[13:36]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá 10. þm. Reykv. n., Andrési Inga Jónssyni, um að hann geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Orri Páll Jóhannsson. Kjörbréf Orra Páls Jóhannssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykv. n., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]