146. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2017.

kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa.

[13:42]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Nú fer fram kosning forseta Alþingis samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þingskapa og eru þeir einir í kjöri sem tilnefndir eru. Mér hefur borist ein tilnefning um 8. þm. Suðurk., Unni Brá Konráðsdóttur. Eru aðrar tilnefningar? Aðrar tilnefningar hafa ekki borist og er því Unnur Brá Konráðsdóttir ein í kjöri. Þar sem aðeins er einn í kjöri er ætlun forseta að láta kosninguna fara fram með atkvæðagreiðslukerfinu. Ef ekki eru gerðar athugasemdir við þann hátt á kosningunni fer atkvæðagreiðslan þannig fram.

Kerfið er þannig stillt, og eru hv. þingmenn komnir í æfingu, að þeir sem kjósa Unni Brá Konráðsdóttur ýta á já-hnappinn en þeir sem vilja skilja auðu ýta á hnappinn sem merktur er „Greiðir ekki atkvæði“.