146. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2017.

kosning í fastanefndir skv. 13. gr. þingskapa.

[13:52]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við skulum hafa það í huga að samkvæmt þingskapalögum er miðað við að þingflokkar fái nefndasæti miðað við hlutfallslegan þingstyrk. Það þýðir að upplagi að þeir flokkar sem eru í minni hluta eru með meiri hluta í mögulega þremur nefndum. Samningarnir ganga út á það hins vegar að meirihlutaflokkarnir, ríkisstjórnin, geta verið meiri hluta í öllum nefndum. Það gefur þeim 40 nefndasæti, rúm 55% allra nefndasæta. Við skulum hafa það í huga að í kosningunum fékk núverandi ríkisstjórn rétt tæplega 47% atkvæða. Fyrir þau atkvæði fá þau rúm 50% þingsæta og síðan rúm 55% nefndasæta. Það verður mjög varlega farið með þetta meirihlutavald sem er í umboði minni hluta kjósenda.

Ég bið þingheim um að fara varlega með það vald og sýna því virðingu.