146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:52]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott að þetta komi fram. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt fyrir framtíðina að byggja upp innviði eins og hv. þingmaður tekur fram í andsvari sínu. Ég hygg að við séum sammála um nauðsyn þess og það verður ekkert hvikað frá þeirri stefnu af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég hygg að það væri hins vegar mjög óvarlegt að fara — ég átta mig ekki alveg á því hvort þingmaðurinn vill að afgangurinn verði þá meiri en ella, miðað við andsvarið. En ég hygg að hér séum við að þræða einstigið á milli þess að vera með aðhaldssama ríkisfjármálastefnu en um leið framsækna stefnu í félagsmálum.