146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:57]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta andsvar. Þetta var nú ekki alveg rétt heyrt. Það var talað um verðbólgumarkmið og framleiðniaukningu eða hagvaxtaraukningu. Það er hin sjálfbæra kaupmáttaraukning sem er verið að tala um. En að sjálfsögðu er ekki verið að tala um að það fylgi bara verðlagi. Eins og hv. þingmaður veit eflaust þá er talað um að það sé svona um 1–1,5% að jafnaði sem kaupmáttur gæti aukist ef maður horfir til lengri tíma litið. Það hefur verið reynsla okkar Íslendinga.