146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þessa útskýringu. Mjög mikilvægt er að hún kom fram.

Annað sem ég hegg eftir í tillögunni er einmitt heildarafkoman 2018 og 2019 sem er áætluð að verði 1,6% af vergri landsframleiðslu. Nú á þetta að gerast samhliða uppbyggingu í heilbrigðismálum, menntamálum, nýsköpun, samgöngum og því um líku. Þetta er í raun aðhaldskrafa á útgjöld ríkissjóðs umfram það prósent sem hefur verið í gangi undanfarin ár. Mig langaði aðeins að fræðast um upphæðirnar sem fylgja þessu því að þetta eru stórar upphæðir, t.d. sem þarf í uppbyggingu í heilbrigðismálum, og svo er 1,6% ekkert lítil upphæð.