146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[13:02]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil þetta reyndar þannig að Seðlabankinn sé að einhverju leyti að gagnrýna það að tekjuaukningunni séu settar þessar skorður. Það er náttúrlega bara pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar.

Aðeins hvað varðar andsvör hæstv. ráðherra þá eru sum góð, önnur eru loðnari. Hv. þm. Katrín Jakobsdóttir kom t.d. inn á það hvort hæstv. ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að þingið fengi þann nauðsynlega stuðning sem það þyrfti til að rýna almennilega í svona skjöl. Þó að það sé fundur með hæstv. ráðherra kemur það ekki í staðinn fyrir slíkan stuðning.

Aðeins um tekjurnar í blálokin. Kom aldrei til greina að skattleggja þá sem mestar eignir eiga til að afla samfélaginu tekna?