146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[13:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þessa áréttingu á fyrri spurningu. Það hefur ekki borist sérstakt erindi frá Alþingi eða ósk um aukinn stuðning. (KÓP: Þú getur sýnt frumkvæði.) Formenn flokkanna hafa sýnt frumkvæði, t.d. með því að skrifa forsætisnefnd Alþingis um að greiðslur til þingmanna verði skornar niður. Í því myndi væntanlega felast sparnaður sem hægt yrði að nýta til annarra verka á vegum þingsins ef forsætisnefnd verður við þessum tilmælum formanna sem þegar hafa sýnt þetta frumkvæði. Ég vænti þess hins vegar að samvinnan verði góð. Þetta eru málefnalegar spurningar sem settar eru fram og ég vænti þess að um þetta verði áfram málefnaleg umræða.