146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[14:45]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir hennar greinargóðu ræðu. Mig langar að spyrja, fyrst og fremst mér til upplýsingar sem nýjum þingmanni, hvað það er nákvæmlega í lögum um opinber fjármál sem hún telur að sníði þinginu og þá framkvæmdarvaldinu of þröngan stakk til að geta brugðist við á þann hátt sem hún myndi vilja. Hverju myndi hún vilja breyta í þeim lögum til þess að þau lög veittu henni nægjanlegt svigrúm til þess að bregðast við?