146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

Lífeyrissjóður bænda.

67. mál
[16:14]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því í frumvarpinu að Lífeyrissjóður bænda geti útfært lögin sem fella á úr gildi með eigin samþykktum, en Lífeyrissjóður bænda telur að til þess að 6. gr. laganna geti gilt áfram dugi ekki til þeirra eigin samþykktir heldur þurfi þær einhverja stoð í lögum. Á þetta var bent á síðasta kjörtímabili en málið er nú lagt fram án tillits til skoðunar lífeyrissjóðsins og án nokkurra útskýringa. Mig langar að spyrja hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hvers vegna ekki hafi verið brugðist við þessari athugasemd, a.m.k. í greinargerð eða þess háttar.